Sólin Sólin Rís 05:08 • sest 21:44 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:47 • Síðdegis: 21:08 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:49 • Síðdegis: 14:50 í Reykjavík

Af hverju eru bananar gulir?

Emelía Eiríksdóttir

Til eru meira en 1000 afbrigði af banönum og koma þeir í ýmsum stærðum og litum. Afbrigðið sem Evrópubúar kannast best við kallast Cavendish. Cavendish-bananar eru upphaflega grænir vegna litarefnisins blaðgrænu í grænukornum frumna hýðisins. Þegar fræ banananna, sem eru inni í aldinkjötinu (þeim hluta banananna sem við borðum), eru við það að verða tilbúin fer aldinkjötið að framleiða þroskahormón sem kallast eten-gas (e. ethene eða ethylene) og hefur efnaformúluna C2H4. Etenið hjálpar til við að þroska bananana með því að auka efnaskiptin í þeim þannig að:
  • frumuveggirnir í hýðinu brotna niður svo að hýðið þynnist og bananarnir mýkjast
  • blaðgrænan brotnar niður sem veldur því að græni litur hýðisins hverfur smám saman og litur hýðisins breytist í gulan
  • sterkjan í aldinkjötinu breytist í sykur og bananarnir verða þá sætari á bragðið
  • sýra í banönunum minnkar

Sú staðreynd að eten-gasið stýrir þroskaferli banana gagnast framleiðendum banana vel. Bananarnir eru týndir grænir og óþroskaðir af trjánum og fluttir þannig á áfangastað. Þegar þangað er komið eru þeir geymdir í vistarverum með eten-gasi sem kemur þroska þeirra af stað og þannig er hægt að stýra því hversu þroskaðir bananar eru þegar þeir koma til neytenda.

Cavendish-bananar á mismunandi þroskastigi - byrja grænir en enda brúnir/svartir.

Eten-gas er einnig þroskahormón í öðrum ávöxtum. Þar sem bananar framleiða hlutfallslega mikið eten-gas miðað við aðra ávexti geta þeir flýtt fyrir þroskaferli annarra ávaxta sem þeir eru nálægt. Það er því almennt betra að geyma banana fjarri öðrum ávöxtum, nema menn vilji flýta fyrir þroska hinna ávaxtanna.

Flest okkar þekkja banana bara sem græna, gula og brúna, því það eru litir Cavendish-bananans á mismunandi stigi þroskunarferils hans. Hins vegar eru til afbrigði sem eru blá, rauð og fjólublá á einhverju stigi þroskunarferilsins.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Emelía Eiríksdóttir

efnafræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

27.9.2021

Spyrjandi

Hrefna Samúelsdóttir, Kristinn Eggertsson

Tilvísun

Emelía Eiríksdóttir. „Af hverju eru bananar gulir?“ Vísindavefurinn, 27. september 2021. Sótt 28. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=76759.

Emelía Eiríksdóttir. (2021, 27. september). Af hverju eru bananar gulir? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=76759

Emelía Eiríksdóttir. „Af hverju eru bananar gulir?“ Vísindavefurinn. 27. sep. 2021. Vefsíða. 28. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=76759>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju eru bananar gulir?
Til eru meira en 1000 afbrigði af banönum og koma þeir í ýmsum stærðum og litum. Afbrigðið sem Evrópubúar kannast best við kallast Cavendish. Cavendish-bananar eru upphaflega grænir vegna litarefnisins blaðgrænu í grænukornum frumna hýðisins. Þegar fræ banananna, sem eru inni í aldinkjötinu (þeim hluta banananna sem við borðum), eru við það að verða tilbúin fer aldinkjötið að framleiða þroskahormón sem kallast eten-gas (e. ethene eða ethylene) og hefur efnaformúluna C2H4. Etenið hjálpar til við að þroska bananana með því að auka efnaskiptin í þeim þannig að:

  • frumuveggirnir í hýðinu brotna niður svo að hýðið þynnist og bananarnir mýkjast
  • blaðgrænan brotnar niður sem veldur því að græni litur hýðisins hverfur smám saman og litur hýðisins breytist í gulan
  • sterkjan í aldinkjötinu breytist í sykur og bananarnir verða þá sætari á bragðið
  • sýra í banönunum minnkar

Sú staðreynd að eten-gasið stýrir þroskaferli banana gagnast framleiðendum banana vel. Bananarnir eru týndir grænir og óþroskaðir af trjánum og fluttir þannig á áfangastað. Þegar þangað er komið eru þeir geymdir í vistarverum með eten-gasi sem kemur þroska þeirra af stað og þannig er hægt að stýra því hversu þroskaðir bananar eru þegar þeir koma til neytenda.

Cavendish-bananar á mismunandi þroskastigi - byrja grænir en enda brúnir/svartir.

Eten-gas er einnig þroskahormón í öðrum ávöxtum. Þar sem bananar framleiða hlutfallslega mikið eten-gas miðað við aðra ávexti geta þeir flýtt fyrir þroskaferli annarra ávaxta sem þeir eru nálægt. Það er því almennt betra að geyma banana fjarri öðrum ávöxtum, nema menn vilji flýta fyrir þroska hinna ávaxtanna.

Flest okkar þekkja banana bara sem græna, gula og brúna, því það eru litir Cavendish-bananans á mismunandi stigi þroskunarferils hans. Hins vegar eru til afbrigði sem eru blá, rauð og fjólublá á einhverju stigi þroskunarferilsins.

Heimildir og mynd:...